KVENNABLAÐIÐ

Dásamlegur maski sem einnig er hrukkubani! – Uppskrift

Öldrun húðar er að sjálfsögðu óhjákvæmileg, en við getum reynt að hægja á henni með góðum lifnaðarháttum og góðum húðvörum. Við ætlum að gefa ykkur uppskrift að frábærum maska og það besta er að þú átt sennilega allt í hann í eldhúsinu!

Með tímanum myndast hrukkur í kringum augu, varir og enni. Húðin missir teygjanleika sinn og kollagen sem styrkir frumurnar.

Auglýsing

Innihaldsefni maskans: 

1 bananahýði af vel þroskuðum banana

1 tsk aloa vera gel (hreint)

1 miðlungsstór tómatur

a bananana

Aðferð: 

Þrífðu banahýðið vel (við mælum með lífrænum bönunum) og skerðu það í pínulitla bita. Kreistu tómatinn yfir (þú notar safann og smá af kjötinu en ekki hýðið) og bættu svo aloa vera gelinu við. Búðu til stöppu úr þessu og berðu það á andlitið. Hreinsaðu af með köldu vatni eftir 25-30 mínútur. Þú mátt nota maskann daglega og eftir nokkra daga muntu sjá miklar breytingar!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!