KVENNABLAÐIÐ

Fórnarlamb heimilisofbeldis giftist sjúkraflutningamanninum

Þegar Melissa Dohme Hill var einungis tvítug fékk hún símhringingu frá sínum fyrrverandi sem bað um að þau myndu hittast í allra hinsta sinn. Þegar hún mætti dró hann upp sveðju og stakk hana 32 sinnum og skildi hana eftir blæðandi í vegakantinum. Melissa hefði látist af sárum sínum ef ekki hefði verið fyrir Cameron Hill, sem var einn af fyrstu sjúkraflutningamönnunum til að mæta á svæðið.

gift3

Fimm árum síðar eru þau gengin í það heilaga: „Ég myndi aldrei vilja ganga í gegnum þetta aftur, en ég myndi heldur ekki breyta neinu,“ segir Melissa í viðtali við CNN. „Annars hefði ég aldrei hitt Cameron og ég tel það hafi verið örlögin sem færðu okkur saman.“

Auglýsing

gift2

Eftir árásina árið 2012 hætti hjarta Melissu að slá fjórum sinnum. Hún missti svo mikið blóð og hún fór í dá sem lamaði hana. Andlit hennar lamaðist og hún gat hvorki talað né brosað. Cameron Hill kom að henni og kom henni í þyrlu á sjúkrahúsið. Ári seinna fóru þau í hádegisverð. Þau fóru að hittast reglulega tveimur mánuðum seinna. Árið 2015 bað hann hennar á hafnaboltaleik og nú í marsmánuði gengu þau í það heilaga. Melissa vinnur nú hjá skýli fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis: „Skilaboðin mín til þeirra sem eru að fela sig í skjóli heimilis – ef þú ert beitt ofbeldi ertu ekki ein og það er ekki þér að kenna. Ofbeldissambönd geta verið stórhættuleg.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!