KVENNABLAÐIÐ

Vinnur við það sem hún elskar: Katrín Ýr gerir það gott í London

Katrín Ýr Óskarsdóttir er ung upprennandi söngkona sem býr í London. Hún kláraði grunnskólann í Árbæ en fluttist svo í Breiðholtið: „Ég segi með stolti að ég sé úr 111 via 110!” segir hún.

Katrín bjó svo í tvö ár í Bandaríkjunum, fyrst sem Au-Pair stúlka svo varð hún nemi í Temple University í Philadelphia borg í Pennsylvania fylki. „Svo hafði ég ekki efni á að halda áfram í námi svo ég flutti heim á klakann og fór að vinna,” segir hún. Útlönd heilluðu hana þó svo hún fluttist út að nýju árið 2006, til London. Þá tók hún ‘Higher Diploma in Popular Music performance’ frá The Institute of Contemporary Music Performance. Eftir það fór hún í þriggja ára nám: ‘BMus in Popular Music Performance’ 2007-2010 frá sama skóla.

kat6

Katrín býr með kærastanum sínum sem er breskur trommari en þau eru barnlaus.

Aðspurð hvenær hún hafi fengið áhuga á söng og tónlist segist Katrín hafa sungið frá því hún var barn: „Tónlist hefur alltaf verið stór partur af mínu lífi, ég labbaði útum allt með heyrnatól í eyrunum þegar ég var unglingur og gerði mömmu örugglega bilaða með söng heima!”

Hún segist einnig hafa „tekið þátt í öllum karaoke keppnum í skóla, Söngvakeppni framhaldsskólanna, var í nokkrum framhaldsskóla söngleikjum og þess háttar.” Katrín fór einnig að koma fram á börum o.fl. (og þessháttar) allt frá árinu 2004.

Hvað kom til að þú fluttist til London?

„Það var skólinn sem heillaði mig. Frændi minn fór út í skólann að læra gítar. Ég fór í heimsókn til hans í febrúar árið 2006, skoðaði skólann og var flutt út í apríl. Sá einhvernveginn veginn að ég gæti lært akkúrat það sem ég vildi. Ég lærði klassískan söng í Söngskóla Reykjavíkur „off-and-on” frá því að ég var 16-17 ára, átti að fara í miðstigspróf í maí 2006 en tók það 2-3 mánuðum fyrr af því ég ákvað að flytja út. Klassískur söngur hefur aldrei verið í uppáhaldi, ég bara einhvernveginn endaði þar óvart. En ég var með frábæra kennara og þetta var rosalega góður grunnur fyrir mig.”

Hvernig er að búa í London miðað við á Íslandi?

„Ég ætlaði aldrei að búa hérna, ég ætlaði að læra í ár og fara svo bara aftur heim. En þegar ég ákvað að taka gráðuna hérna sá ég að ég gæti gert þetta að fullri vinnu, hafði ekki dottið það í hug heima. Markaðurinn heima er lítill og svo mikið af frábæru tónlistarfólki.

London er yndisleg borg. Það er rosalega mikil menning hérna, mikið tónlistarlíf og alltaf eitthvað að gerast. Ég held að það sé auðveldara fyrir mig að vinna við það sem ég vil hérna. Það er mikil keppni, en markaðurinn er mun stærri og fleiri tækifæri en heima. Ég spila mikið í brúðkaupum, afmælum, fyrirtækjapartýum og þess háttar ásamt því að taka upp fyrir fólk og syngja bakraddir.”

kat3

Söngkona í fullu starfi! Það hlýtur að vera draumurinn! Hvernig komst þú á þann stað sem þú ert í dag?

„Það er algjör draumur! En það er líka erfið vinna! Ég byrjaði strax að reyna að koma mér á framfæri þegar ég var að læra. Tók pöbba-gigg fyrir lítinn pening, söng bakraddir frítt og tróð mér inn allstaðar sem að ég gat. Mannorð og tengsl skipta miklu í þessum bransa, því meira sem að ég vann fyrir fólk því meira var mér boðið vinna.
Annars er þetta mjög upp og niður, sumrin og jólin eru mjög busy, en í byrjun árs getur verið minna að gera.”

Katrín Ýr kennir líka í skólanum sem hún lærði í ásamt því að raddþjálfa mikið aðra söngvara.

Hver eru þín áhugamál fyrir utan tónlistina?

Góð spurning…við reynum að ferðast eins mikið og við getum. Erum að fara í þriggja vikna ferð til Indonesíu nú í mars. Annars ef ég er ekki að spila sjálf þá fer ég mikið á gigg, og svokölluð „jam nights.” Ég stunda líka Antigravity og Acro yoga.

Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér?

„Halda áfram að klifra upp bransann…? Það eru margir hlutir sem mig langar til að afkasta. Ég gaf út EP plötu í fyrra sem kallast „Heard it all before“ og fékk lagið „Take Control“ í spilun á KISS FM. Ég var líka með Adele heiðurstónleika heima sem að seldist upp á, það var alveg vonum framar! Mér langar að spila meira heima, vinna með fleiri tónlistarmönnum og halda áfram að gera það sem ég elska.
Svo eru nokkur verkefni sem að ég er í hérna úti mjög spennandi og gætu leitt til stærri „gigga.”

 

https://itunes.apple.com/gb/album/heard-it-all-before-ep/id1128478195

facebook.com/IntroducingKat

youtube.com/IntroducingKat

soundcloud.com/introducingkat

Fylgstu með Katrínu á Snappinu! Hún hvetur sérstaklega ungar konur áfram, að finna drauminn sinn og fylgja honum eftir – IntroducingKat

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!