KVENNABLAÐIÐ

Gleymdu Tinder – nú getur þú hitt einhvern á netinu sem hatar það sama og þú

Flest öpp sem sérhæfa sig í stefnumótum fólks hafa einblínt á að finna það sem fólk á sameiginlegt, á jákvæðum nótum. Hater er nýtt app sem snýr þessari hugmynd á hvolf – þú getur fundið eitthvað sem þið hatið sameiginlega. Stofnandi appsins, Brendan Alper segist fyrst hafa fengið hugmyndina í gríni. Því meira sem hann hugsaði um það þó fannst honum þetta spennandi möguleiki. Eftir að hafa lagst í ranssóknarvinnu ákvað hann að gera appið að raunveruleika. Hefur Hater verið í prófun frá því í desember 2016 en er fáanlegt fyrir iOS og Android nú frá 8. febrúar 2017.

Auglýsing

„Það sem okkur mislíkar er hluti af því hver við erum en við erum kannski ekkert endilega að flíka því,“ segir Brendan. „Við viljum að fólk tjái sig á heiðarlegan hátt – plús það er einfaldara að hefja samræður ef báðir aðilar hata sama hlutinn.“

hater-dating-app2

Er Hater svipað uppsett app og Tinder en í stað þess að fletta í gegnum myndir af fólki, flettirðu í gegnum umræðuefni, allt frá selfies yfir í mannasiði eða Donald Trump. Þú flettir niður til að hata, upp til að elska. Svo finnur appið hugsanlega félaga miðað við það sem þú hatar og hvar þú ert staðsett/ur.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!