KVENNABLAÐIÐ

Hvað eru vitglöp?

Vitglöp (dementia) eru samnefnari fyrir röð einkenna sem benda til hrörnunar heilans. Einkennin eru lélegt minni og minnkandi hæfni til að takast á við lífið og tilveruna. Sjúkdómurinn þróast hægt. Í byrjun getur verið erfitt að átta sig á hvort um sjúkdóm sé að ræða. Smátt og smátt verður ljóst að aðrir þurfa að sjá um manneskjuna. Sjúkdómurinn er einkum algengur hjá rosknu fólki en til eru dæmi um að hann herji á yngra fólk. Margir mismunandi sjúkdómar leiða til vitglapa, og við flestum er lítið hægt að gera. Einnig sést að þegar roskið fólk verður veikt (t.d. lungnabólga, krabbamein, vökvatap o.fl.) getur komið rugl sem getur minnt á vitglöp en hér gildir að þegar undirliggjandi sjúkdómur hefur verið læknaður þá hverfur ruglið.

Auglýsing

Orsakir vitglapa?

Versnandi heilastarfsemi er aðalorsökin. Alzheimer sjúkdómur sem er algengasta orsökin, veldur því að sjálfar taugafrumurnar (í mörgum hlutum heilans) eyðileggjast hægt og sígandi, sennilega vegna ójafnvægis í boðefnaskiptum í heilanum. Vitglöp vegna heiladrepa eru vegna eyðileggingar taugavefjarins, þegar litlar æðar stíflast af blóðkekkjum sem oft og tíðum orsakast af óreglulegum hjartslætti. Oft veit maður ekki hvers vegna þetta gerist.

Hver eru einkennin?

Á byrjunarstigi vitglapa veit sjúklingurinn af því að minnið er að byrja að bresta. Þegar á líður minnkar þessi meðvitund. Tímabilið fram að þessu getur valdið óþægindum. Tilfinningar eins og hræðsla, ringulreið og vonleysi geta verið áberandi. En þessar óþægilegu tilfinningar hverfa hjá sjúklingnum þegar sjúkdómurinn ágerist. Hins vegar verða vandamálin meiri hjá aðstandendum.

Sjálfshjálp

Ef einkenna verður vart skal haft samband við lækni til að ganga úr skugga um orsakirnar og byrja mögulega meðferð.

Drekkið minna áfengi, fólk með vitglöp þolir það verr.

Sem aðstandandi skaltu forðast aðstæður þar sem margt er um manninn, mikill hávaði sem og staði sem eru sjúklingnum ókunnugir. Slíkar aðstæður gera sjúklinginn óöruggan.

Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

Margir aðrir sjúkdómar hafa svipuð einkenni í, sem til eru virkar meðferðir við. Því er nauðsynlegt að ganga úr skugga um hvort einhver annar sjúkdómur sé að baki ástandinu. Með blóðsýni má greina hvort um sé að ræða efnaskiptasjúkdóma, vítamínskort (þá aðallega B-12), sýkingu eða vökvatap. Læknirinn sker úr hvort um er að ræða þunglyndi, sem hefur svipuð einkenni í för með sér en hægt er að meðhöndla. Þar að auki er tekin tölvusneiðmynd af heilanum, og jafnvel er sjúklingurinn settur í segulómun, en þessar rannsóknir sýna ef drep er í heila, æxli eða blæðingar, og ef vökvasöfnun á sér stað.

Auglýsing

Batahorfur

Algengasta orsökin er Alzheimer sjúkdómur, en við honum eru til lyf sem hægja á sjúkdómnum en lækna hann ekki.

Ef vitglöpin eru vegna áfengismisnotkunar, þá getur sjúkómurinn stöðvast þegar áfengisneyslunni er algerlega hætt.

Vitglöp fara oft smáversnandi, og með tímanum getur þurft að vista sjúkling á dvalarheimili .

Doktor.is – allur fróðleikur um heilsu og lyf!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!