KVENNABLAÐIÐ

Stíflað nef? Lærðu þessa aðferð – ÁN lyfja!

Það eina sem þarf er…fingurnir þínir! Það er óþolandi að vera með stíflað nef, hvort sem það er af völdum kvefs eða ofnæmis. Haustið og veturinn nálgast með sínum leiðinlegu umgangspestum og mörg okkar munu smitast og fá stíflað nef. Því miður – þetta er sannleikurinn!

Kunnir þú þessa aðferð hinsvegar gæti hún létt þér lífið. Þú þarft samt að vita hvaða punkta á að ýta á og hversu lengi.

Þrýstu milli augnabrúna og notaðu tunguna:

Til að hreinsa öndunarveginn þrýstu tungunni upp að gómnum og á sama tíma heldurðu þrýstingi með fingrunum á milli augabrúnanna.

20 sekúndur ætti að vera nóg – þú ættir að finna fyrir létti strax. Um leið og þú losar tunguna þá muntu finna fyrir létti aftan í hálsinum sem er slíma að losna.

Þú getur einnig prófað að gera á víxl – tunguna og þrýstipunktinn til skiptis ef aðferðin virkar ekki nægilega vel.

Þrýstingur á augabrúnir

Þú getur einnig notað þessa aðferð til að losa stífluna – sérstaklega ef þér finnst bólgur vera farnar að færast ofar.

Strúktu þéttingsfast yfir augabrúnirnar – þannig örvar þú flæði á þeim stað þar sem tilhneiging er til að safna slími og vökva.

Fyrst seturðu fingurna á „upphafið“ á augnabrúnunum. Hallaðu höfðinu fram og láttu það hvíla á olnbogunum.

Eftir smástund ættirðu að finna þrýstinginn jafnast út. Settu þá fingurna á miðju brúnanna. Þegar þú finnur fyrir létti settu fingurna á „enda“ brúnanna.

Annaðhvort geturðu beitt þrýstingi á einn stað í einu eða þú nuddar yfir brúnirnar til að mynda flæði.

Þú ættir að finna fyrir létti fljótlega.

Hér er myndband sem sýnir aðferðirnar myndrænt!

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!