KVENNABLAÐIÐ

Hvaða áhrif tómatar geta haft á húðina þína!

Bólur og útbrot geta verið pirrandi…sama á hvaða aldri við erum. Meira að segja getur rauð og bólgin húð valdið sársauka. Þrátt fyrir að þú hafir húð sem er gjörn að fá bólur þarf ráðið við því ekki að vera erfitt, né taka langan tíma eða vera kostnaðarsamt.

Það er eitt sem þú getur gert og má senilega finna í grænmetisskúffunni þinni. Tómatar innihalda mikið af A,C, E, K og B6 vítamínum.

Auglýsing

Vítamínin geta hjálpað húðinni að minnka svitaholur og veita húðinni oft langþráða næringu. Sýran í tómötum hjálpar til við að jafna pH gildi húðarinnar þannig hún brýst sjaldnar út í bólum.

 

tom

 

Einfalt og gott

Best er að skera tómatinn til helminga og nudda á vandræðasvæðin á andlitinu. Nuddaðu húðina í nokkrar sekúndur og hreinsaðu svo safann af.

Þrátt fyrir að þetta sé ekki endilega öflugasta meðferðin við bólum virkar hún frábærlega á minni útbrot og ef þú hefur lítinn tíma!

Auglýsing

Ef þú hefur hinsvegar tíma…

Þá mun þessi aðferð virka á erfiða húð.

Taktu tómat og skerðu grunnt X ofan á hann. Settu tómatinn í smástund undir sjóðheitt vatn og þannig nærðu skinninu auðveldlega af.

Fjarlægðu steinana og kremdu svo tómatinn – búðu til mauk. Þetta máttu setja á andlitið og hafa í allt að klukkutíma. Einnig er hægt að setja gúrku og jógúrt ef þú ert viðkvæm/ur í húðinni.

Segðu svo bless við bólurnar! :)

Heimild: Dr Asky

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!