KVENNABLAÐIÐ

Fjögur ráð til að hefja líkamsrækt ef þú ert í ofþyngd

Líkamsrækt er fyrir alla! Ef þú hefur hug á að hefja líkamsrækt og vilt gera það til að missa kíló getur þyngdin hinsvegar valdið meiðslum. Liðamót og fætur eru í sérstakri hættu. Fylgdu þessum einföldu ráðum sem Prevention gefur og þú munt auka vellíðan og jafnvægi í æfingum.

1. Byrjaðu hægt

Bara 10 mínútur á dag er nóg til að byrja. Þegar þér líður vel með 10 mínútur á dag má auka smám saman upp í hálftíma á dag og svo vonandi meira.

2. Notaðu teygjur

Teygjur eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir sinadrátt í fótum. Kíktu á YouTube til að skoða teygjuæfingar og hér er ein góð til að teygja á kálfum: Þú stendur armslengd frá vegg. Setur annan fótinn fyrir aftan hinn, hælar í jörðu og hnéin óbogin. Hallaðu þér að veggnum og finndu teygjuna.

3. Blandaðu saman æfingum

Byrjaðu á að hjóla/synda/ganga til skiptis til að ekki sé of mikið álag á liðina.

4. Passaðu vel upp á fæturnar!

Notaðu innlegg, farðu helst í göngugreiningu. Hér er líka afskaplega góð 30 sekúndna æfing til að lina fótverki.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!