KVENNABLAÐIÐ

Gátan sem fæstir fullorðnir geta leyst! – Í hvaða átt ekur skólabíllinn?

Þá að gátu dagsins sem er í boði National Geographic, en náttúrurisinn lagði heilabrjótinn sem hér má sjá, fyrir áhorfendur í bandaríska sjónvarpsþættinum Brain Games. Merkilegt er frá því að segja að grunnskólabörn fóru með yfirgnæfandi sigur yfir fullorðnum einstaklingum en hér má sjá teikninguna sem setti allt á annan endann.

Spurt er: Í hvaða átt ekur skólabíllinn?

bus2

Samkvæmt því er kom fram í sjónvarpsþættinum, áttu yfir 80% barna undir tíu ára aldri ekki í neinum vandræðum með að svara spurningunni og nýttu til þess almenna skynsemi og einfalda rökfræði. Gátan vafðist hins vegar fyrir ófáum fullorðnum, en til að leysa gátuna þarftu að hafa eftirfarandi hugfast:

  1. Hvar eru dyrnar? Er skólabíllinn klipptur út úr einhverri vísindaskáldsögu, þar sem farartæki geisla farþegana inn í bílinn? Rökrétt svar er þá auðvitað að dyrnar eru hinu megin á bílnum …
  2. Nú skaltu hafa hugfast hvoru megin götunnar skólabíllinn ekur. Rétt eins og í henni gömlu Ameríku, ekur fólk á hægri akrein og því getum við réttilega áætlað að skólabíllinn sé á hægri akrein. Þá er aðeins eftir að staðsetja skólabílstjórann, en við verðum að gera ráð fyrir einum slíkum, því ekki ekur skólabíllinn sér sjálfur. Þar sem skólabíllinn er væntanlega á hægri akrein, er sennilegast að áætla að skólabílstjórinn sé vinstra megin í bílnum.

bus1

  1. Því næst skulum við gera ráð fyrir að skólabílinn sé í eðlilegum hlutföllum og að bílstjórinn sé staðsettur að framanverðu í bílnum (en ekki í miðju hans, sem væri afar óeðlilegt). Þar sem bílstjórinn er til vinstri, að framanverðu í bílnum, er ekki óvarlegt að draga þá ályktun að bíllinn sé á leið til vinstri.

Auðvitað má svo leika sér með niðurstöður og benda á að vinstri umferð er við lýði í Bretlandi og fáeinum öðrum löndum og bæri svo upp, sneri dæmið auðvitað öðruvísi. Þar af leiðandi væri skólabíllinn á leið til hægri. Jafnvel væri hægt að taka getgátuna enn lengra og benda á að bíllinn fari í báðar áttir, þenjist út eins og alheimurinn og það út í hið óendanlega … (sem er afar ósennilegt).

Að því sögðu (og gátan er nú leyst) skaltu prófa að beita eftirfarandi rökum og leysa gátuna á innan við einni sekúndu, rétt eins og flest börn undir tíu ára aldri myndu gera.

Lexían sem er fólgin í heilabrjótinum hér að ofan er sú að börnum er mun eðlislægara en fullorðnum að fylgja sjónrænum leiðbeiningum og draga beinar ályktanir þegar þau fá örlitla vísbendingu. Fullorðið fólk tekur hins vegar sjónrænar ábendingar og aðra þætti með inn í jöfnuna áður en komist er að endanlegri niðurstöðu, sem gerir að verkum að fullorðnir kafa dýpra ofan í jöfnur og eru lengur að komast að niðurstöðu en börn.

Skemmtilegt, ekki satt!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!