KVENNABLAÐIÐ

DREPTU mig – SALT-karamellu-súkkulaði-POPPKORN

Ok, smá trúnó hérna…þegar það er þungt yfir eins og í dag er ekkert betra en að velja góða bíómynd og hafa það notalegt fyrir framan kassann. Hlýtt teppi og mjúkir koddar, kertaljós…OG….SALT-karamellu-súkkulaði-POPPKORN!!!

Þetta er svo sjúklega gott!

Allavega þetta er ekkert mál að búa til:

Poppa! Og setja poppið í plastskál!

1/2 bolli sykur

1/2 bolli vatn

Bræða saman í skaftbotti á miðlungshita þar til að karamellan myndast. Hræra varlega sama við 4 matskeiðum af rjóma.

Drussa…ef það er orð….karamellunni yfir poppið og hræra saman með trésleif svo karamellan nái að dreifast um poppið. Nú þarf snör handtök því karamellan er heit. Taktu tvær teskeiðar og veiddu upp smá karamellupopphnullunga og settu á smjörpappír.

Bræddu smávegis af súkkulaði í vatnsbaði og slettu því með skeið yfir poppgullmolana!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!