KVENNABLAÐIÐ

Marilyn Monroe hefur sig til fyrir Broadway frumsýningu þann 24. mars 1955

Þessar fágætu ljósmyndir af sjálfri Marilyn Monroe voru teknar á Ambassador hótelinu í New York þann 24. mars 1955 og sýna stjörnuna hafa sig til fyrir frumsýningu á leikriti Tennesee Williams; Cat on a Hot Tin Roof í sem sýnt var í Morosco leikhúsinu á Broadway, en leikritið hlaut Pulitzer verðlaunin seinna það sama ár.

MM-8

Uppfærslunni sem Marilyn bar augum var var leikstýrt af Elia Kazan en meðal leikenda voru þau Burl Ives og Barbara Bel Geddes, Bel Geddes sem var dóttir Norman Bel Geddes og fór seinna eftirminnilega með hlutverk Miss Ellie í sjónvarpsþáttaröðinni DALLAS. Bel var síðar tilnefnd til Tony verðlauna fyrir frammistöðu sína á sviði í leikritinu Cat on a Hot Tin Roof.

MM-1

Það var vefurinn Mashable sem frumbirti ljósmyndirnar fyrir skömmu síðan, en þar segir að Marilyn hafi tekið saman við Arthur Miller leikritahöfund, einungis tveimur mánuðum eftir umrædda frumsýningu, eða í maímánuði 1955. Marilyn var þá nýskilin við hafnarboltaleikarann Joe DiMaggio en hjónaband þeirra stóð yfir í tæpt ár.

MM-10

MM-9

Stórmyndin The Seven Year Itch var einnig frumsýnd það sama ár, en þar fór Marilyn með stórt hlutverk og var það þáverandi eiginmaður hennar, Joe DiMaggio sem fylgdi henni á frumsýninguna þann 1 júní 1955, en þann dag fagnaði Marilyn 29 ára afmæli sínu.

MM-5

MM-4

Joe hélt eiginkonu sinni afmælishóf að lokinni frumsýningu en til rifrildis kom þeirra á milli og Marilyn yfirgaf afmælishófið einsömul.

MM-6

MM-3

Henni fannst hún vera að drukkna í Hollywood árið 1955 og sagði yfirmönnum sínum í myndverinu: Ég er ekki bara hérna til að dilla afturendanum.

– Eli Wallach, meðleikari Marilyn í verkinu The Misfits

MM-11

Ég vildi ekki gefa starfsframa minn upp á bátinn, en það var einmitt það sem Joe þráði að ég myndi gera – mest af öllu.

– Marilyn Monroe um Joe DiMaggio

MM-2

Ég er ekki hræddur við að deyja. Í það minnsta verðum við Marilyn loks saman að nýju.

– Joe DiMaggio, árið 1999

Þýtt og endursagt: Mashable

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!