KVENNABLAÐIÐ

F O R E L D R A R: Svona tryggir þú ÖRYGGI BARNSINS á FERÐALÖGUM

Dásamlegt! Nú þegar sumartíðin stendur hvað hæst og flestar fjölskyldur leggja upp í frí á jafnvel áður óþekktar slóðir, er ekki að undra að foreldrar óttist það versta – að týna börnum sínum mitt í mannösinni og verða viðskila við þau yngstu á fjölförnum stöðum.

Jafnvel er farsíminn með í för, en hvernig á barnið að geta gert vart við sig – á öðru tungumáli sem enginn skilur – umkringt fólki sem veit ekkert hvernig á að hafa samband við foreldrana?

Hér er því komið snilldarráð, sem felur eftirfarandi í sér:

Skrifaðu símanúmer fjölskyldunnar á framanverðan handlegg barnsins, rétt ofan við úlnlið – helst með kúlupenna. Gerðu númerið vel sýnilegt. Þegar þú ert búin að skrifa símanúmer fjölskyldunnar, skaltu bera fljótandi plástur (sem er litlaus) ofan á símanúmerið – en þetta tryggir að símanúmerið helst ósmitað (jafnvel í miklum hita) á handlegg barnsins allan daginn!

Ef barnið verður viðskila við foreldra sína í mannhafinu, eru mun meiri líkur á að góðhjartaður meðborgari geti hringt í foreldrana og gert viðvart um hvar barnið er niðurkomið!

FRÁBÆRT!

11667426_978258375552812_3372946901061312576_n

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!