KVENNABLAÐIÐ

Y N D I S: Ferskur jarðarberja- og engifersmoothie með möndlumjólk

Hér er enginn venjulegur jarðarberjadrykkur á ferð, heldur ískaldur og freistandi drykkur með engiferívafi sem vekur, hressir og kætir. Að ekki sé talað um möndlumjólkina og bananaviðbotina sem gefur drykknum silkimjúkt yfirbragð. Jarðarber eru nefnilega ekki bara ljúffeng; þau eru stútfull af bætiefnum og andoxunarefnum. Neysla jarðarberja getur líka sefað blóðsykurinn og þess utan innihalda jarðarber meira C-vítamín en heil appelsína.

screenshot-simplegreensmoothies.com 2015-07-03 09-02-16

Engifer hefur bólgueyðandi áhrif, stuðlar að heilbrigðri meltingu og hjálpar líkamanum að vinna úr og losa sig við skaðleg eiturefni. Engifer hefur líka verkjastillandi áhrif – og getur dregið úr tíða- og gigtarverkjum. Dásamlegur drykkur sem er sneisafullur af freistandi innihaldsefnum.

UPPSKRIFT:

2.5 dl möndlumjólk

130 gr fersk spínatlauf

130 gr jarðarber

1 banani

1 tsk malaður / fínrifinn engiferrót til bragðauka

LEIÐBEININGAR:

Blandið spínatlaufum og möndlumjólk saman í blandaranum.

Bætið við afganginum af innihaldsefnunum, blandið saman og njótið!  

*Gott er að notast við alla vega eina gerð af frosnum ávöxtum til að kæla drykkinn en vel er hægt að skipta út jarðarberjum fyrir t.a.m. bláber. Ef þú vilt síður nota engifer, er vel hægt að notast við kanel í staðinn.

*Uppskrift fengin af SimpleGreenSmoothies.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!