KVENNABLAÐIÐ

S V E F N V E N J U R: Láttu Mariu hvísla þig í svefn með silkimjúkri röddu

Áttu erfitt með svefn? Hefur þú hitt Mariu? Á YouTube? Maria er einn magnaðasti svefnhvíslara heims, sem státar af rúmlega 430.000 áskrifendum á svefnrásinni GentleWhispering.

Tæknin sem Maria beitir kallast ASMR og er dásamleg aðferðafræði sem gagnast þeim sem eiga erfitt með að festa svefn, slaka á þöndum taugum eftir langan vinnudag og kjósa frekar náttúrlegar aðferðir.

Hvað er svona sérstakt við tækni Mariu? Jú, hún notast við hárbursta, skrjáfið í silkipappír og ómþýða röddu. Það er allur galdurinn. Hún framkallar slakandi hljóðhrynjanda með þægilegum rómi, hefur yfir falleg orð og ruggar hlustandanum í svefn.

Á vef Cosmopolitan má lesa stórskemmtilegt viðtal við Mariu – en við látum okkur hins vegar nægja að hlýða á melódíska og svæfandi rödd stúlkunnar sem ruggar hundruðum þúsundum svefnvana einstaklingum víða um veröld beina leið inn i draumaland á hverju kvöldi:

 GentleWhispering

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!