KVENNABLAÐIÐ

Merki um krabbamein hjá hundum sem allir ættu að vera meðvitaðir um

Enginn vill hugsa um að dýrið sitt verði veikt. Engum langar að hugsa krabbameinsveikan hund. Því miður er samt allt mögulegt. Mjög mikilvægt að þekkja einkenni sem geta komið fram hjá hundum með krabbamein til að geta brugðist fljótt við.

1. Stækkandi kýli

Ef þú finnur kýli/hnúð á hundinum þínum og það er stækkandi og jafnvel breytir um lögun og áferð (sérstaklega ef þú finnur fleiri en eitt) ættir þú að fara með hann til dýralæknis. Þá er hægt að taka sýni og fá á hreint hvað þetta er.

2. Bólgnir eitlar

Hvítblæði er tegund krabbameins sem veldur bólgum í eitlum (eru víða um líkamann en finnast auðveldlegast fyrir aftan kjálkann eða við hnén). Þó svo að það séu aðrir sjúkdómar sem geta einnig valdið bólgum í eitlum þá ættir þú alltaf að fara með hundinn til dýralæknis til að fá úr því skorið hvað þetta er svo hægt sé að meðhöndla það.

3. Þyngdartap

Ef þú ert ekki meðvitað að reyna láta hundinn þinn léttast þá er þyngdartap aldrei jákvætt hjá hundum. Það er reyndar fullt af ástæðum sem geta valdið þessu en það þarf að komast að því af hverju hundurinn þrífst ekki og hvort hann geti verið með krabbamein.

 

frown-face

 

4. Þaninn kviður

Ef maginn á hundinum þínum verður skyndilega stærri og þaninn þá gæti verið um æxli að ræða í kviðnum eða í þörmunum. Það gæti líka verið merki um blæðingu í kviðnum. Ekki rugla þessu saman við mjúka bólgu í maganum sem er sennilega afleiðing af ofáti. Endilega kíktu með hundinn til læknis ef kviðurinn er þaninn, stífur og aumur viðkomu.

5. Óútskýrð blæðing eða útferð

Ef þú kemur auga á óútskýrða blæðingu frá munni, nefi, kynfærum eða gómi þá ættir þú að fara með hundinn strax til læknis. Það er mögulegt að blæðingin stafi af meiðslum svo farðu yfir hvort að hundurinn þinn hafi meitt sig eitthvað nýlega sem geti verið að valda þessu. Ef hundurinn þinn er hvolpur ennþá þá getur þetta stafað af einhverskonar blæðingaóreglu hjá honum. En endilega láttu dýralækni kíkja á þetta og skera úr um hvað þetta getur verið.

6. Hósti

Það eru fullt af ástæðum fyrir hósta hjá hundum (alveg eins og hjá mannfólkinu) en ef hundurinn þinn fer skyndilega að hósta þurrum hósta þá ættir þú að athuga hvað er með hann. Hundar fá lungnakrabbamein eins og menn.

 

5009440499_001c0ae896_o

 

7. Krónísk uppköst og niðurgangur

Æxli í meltinarvegi geta orsakað langvarandi uppköst og/eða niðurgang. Eins og með flest annað á þessum lista þá er annað sem gæti verið að valda þessu en þú ættir samt að láta skoða hundinn og finna orsökina.

8. Þvagtregða

Svona yfirleitt þýðir þvagtregða og blóð í þvagi þvagfærasýking en ef þetta heldur áfram þrátt fyrir sýklalyf þá skaltu vera viss um að þá látir athuga hvort hundurinn þinn sé með krabbamein í þvagblöðru.

9. Ólykt úr munni

Þá erum við ekki að tala um hunda andfýlu heldur mjög sérstaka ólykt úr munninum. Ef hundurinn þinn fer að vilja bara mjúka fæðu jafnvel er með minnkandi matarlyst þá skaltu fylgjast vel með honum. Vond lykt og breyttar matarvenjur ættu að fá þig til að láta kíkja á voffa.

 

cute-pug-dog-sad-face-crying_large

 

10. Helti og sársauki

Það er ekki óalgengt hjá gömlum hundum að þeir fái gigt en ef hundurinn þinn verður skyndilega haltur án þess að hafa meitt sig og hann er greinilega þjáður þá þarftu að láta kíkja á hann strax. Beinkrabbamein er ekki óalgengt í hundum.

11. Þreyta og depurð

Þetta þarf ekki að þýða krabbamein hjá hundum en breyting á hegðun hundsins ætti að skoða.

Þýtt af: Pet Cancer Awareness, PetMD

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!