KVENNABLAÐIÐ

8 algeng mistök sem fólk gerir þegar það vill grenna sig

Þú reynir að borða hollt, æfa reglulega og lifa tiltölulega heilbrigðu lífi en samt koma alltof margir dagar þar sem þú ert þreytt, syfjuð og þér finnst þú vera á síðustu bensíndropunum. Ef þetta hljómar kunnuglega skaltu lesa áfram því hér kemur listi af mistökum sem margir gera, sérstaklega ef þeir eru að reyna missa nokkur aukakíló.

Not-drinking-enough-water

1. Drekkur ekki nóg af vatni

Margir vilja meina að það sé erfitt að drekka 8 glös af vatni á dag. Prófaðu að bæta sítrónu í vatnið að morgni, berjum síðdegis. Drekka 2 glös með hverri máltíð og svo dreifa restinni jafnt yfir daginn. Þurrkur getur valdið þreytu, skapsveiflum og jafnvel hægðatregðu. Ef þú drekkur nóg af vatni þá minnkar matarlystin, þig langar minna í sælgæti og þú ert heilbrigðari.

Skipping-meals-and-not-eating-enough-whole-foods

2. Sleppa máltíðum

Það að sleppa máltíðum hægir á efnaskiptunum og leiðir oft til þess að aðrar máltíðar verða of stórar og þú þyngist. Þegar þú ert líka að sleppa því að borða þá er ekkert skrítið að þú verðir þreytt og pirruð.
Snakkaðu á hnetum, baunum, fræjum, ávöxtum og grænmeti til að halda uppi brennslunni og orkunni.

Not-getting-enough-protein

3. Borða ekki nóg af próteinum

Það er mjög mikilvægt að neyta nægra próteina. Það hjálpar þér að hafa jafnvægi á blóðsykrinum, kemur í veg fyrir að þú verðir of svöng, bætir einbeitinguna og hjálpar þér að missa óæskileg kíló. Borðaðu nóg af eggjum, chia fræjum, spírulínu, soja, quinoa og fleiru slíku.

Not-eating-enough-carbs

Auglýsing

4. Borða ekki nóg af kolvetnum

Ef þú sneyðir alveg framhjá kolvetnum þá leiðir það til höfuðverks, skapsveifla, hægðatregðu og ógleði. En það er mikilvægt að velja réttu kolvetnin og neyta þeirra ekki í of miklu magni. Bættu heilkornum í fæðuna hjá þér, baunum, fræjum, hnetum, ávöxtum og grænmeti. Forðastu óholl kolvetni eins og í kexi, kökum, þurrkuðum ávöxtum, djúsum, brauði, pasta, sultum, sælgæti og gosi.

Not-getting-enough-fat

 

5. Borða ekki nóg af fitu

Ef neytt rétt þá veldur neysla á fitu ekki þyngdaraukningu. Líkami þinn þarf á fitu að halda. Nokkrar mtsk af hollri fitu á dag hjálpar þér til að halda aukakílóunum í burtu. Borðaðu avókadó, fræ, hnetur, kókósolíu daglega. Forðastu harða dýrafitu.

Exercising-too-much

 

6. Æfa of mikið

Það að æfa er svo sannarlega gott fyrir þig, bæði líkamlega og andlega. Passaðu þig samt að æfa ekki of mikið svo þú verðir ekki þreytt og það leiðir til þreytu og eymsla í vöðvum og þá getur það valdið kvíða og þunglyndi. Fólk sem æfir mjög mikið fer einnig oft að borða mjög margar hitaeiningar á dag.

Not-getting-enough-sleep

7. Sofa ekki nægilega mikið

Það að fá ekki nægan svefn er ein mestu mistök sem fólk gerir. Stíf dagskrá, félagslíf, sjónvarpsdagskráin, lífið á samfélagsmiðlunum er að ræna fólki fleiri klukkustundir af svefni. Þú verður að fá að meðaltali 6-7 klukkustundir af svefni daglega.

Skipping-exercise

 

8. Að sleppa því að æfa

Að finna afsakanir fyrir því að hreyfa sig ekki neitt í hverri viku er ekki líklegt til árangurs. Það eiga allir einhvern tíma daglega sem þeir geta farið í 30 mínútna göngu, henda þér nokkrar ferðir í sundlauginni, hlaupa lítinn hring, gera æfingar heima við eða fara í líkamsræktina. Þetta þarf ekkert að vera nema uþb. 30 mínútur á dag.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!