KVENNABLAÐIÐ

BDSM á Íslandi

Vinsældir BDSM fara vaxandi á Íslandi og hafa iðkendur þessa lífsstíls stofnað samtök sem halda fræðslufundi og gæta hagsmuna BDSM iðkenda. Fram kemur á síðunni þeirra: “Auk félagsins hefur skapast félagsskapur eða sena í kringum BDSM iðkendur á Íslandi. Senan er ekki á vegum félagsins heldur er henni haldið uppi af þeim sem hafa áhuga á félagsskap við aðra sem deila áhuga þeirra á BDSM, fetish og öðru kinki”.

BDSM

En hvað er BDSM? Það eru eflaust margir þarna úti forvitnir og vilja kynna sér málið betur. Á vef BDSM félagsins er hægt að lesa margt og mikið og höfum við tekið saman nokkra helstu punkta sem gott er að vita áður en tekin er ákvörðun um að ganga í félagið og taka þátt í senunni.

Úr upplýsingabæklingi BDSM félagsins:

“BDSM er breiður flokkur gjörða og hugsana sem tengjast bindingum, stjórnun, sársuka og munalosta (e. fetish). Áhugafólk um BDSM finnur fyrir löngun eða þörf til að auka munað sinn með aðferðum sem falla utan hefðbundinnar skilgreiningar á kynlífi. Oft er um að ræða þrár til að:

… verabundinneðabindaaðra,
… veraöðrumaðilaundirgefinníkynferðisathöfnumeðatilaðdrottnayfiröðrum, … upplifasársaukaeðabeitaaðrasársauka,
… eðatilaðsnertaeðaklæðastákveðnuefni,svosemleðrieðalatexi.

Hver BDSM-iðkandi hefur langanir ólíkar öðrum. Fæstir eða engir BDSM-iðkendur hafa áhuga á öllu því sem fellur undir BDSM, hver og einn iðkandi stundar einungis það sem hann og leikfélagar hans hafa sjálfir áhuga á.

BDSM er ekki nýtt af nálinni. BDSM tengdar athafnir hafa fylgt mannkyni að öllum líkindum frá upphafi. Kama Sutra (200-400 f. Kr.) inniheldur m.a. efni sem flokka má sem BDSM í dag”.

Góður þverskurður af Íslensku samfélagi:

“BDSM er stundað af fólki af öllum stigum samfélagssins, öllum aldri (eftir kynþroska) og öllum kynjum og kynhneigðum. Íslenskir BDSM-iðkendur gefa í dag mjög góðan þverskurð af íslensku samfélagi”.

Ranghugmyndir um BDSM 

BDSM og sadómasókismalanganir eru oft misskildar í fjölmiðlum og í almennri um- ræðu. Þær eru oft settar fram sem skrítnar, hættulegar eða óheilbrigðar. Hér fylgja nokkrar einfaldar útskýringar á því hvað BDSM er ekki.

BDSM og þú 

BDSM-áhugi er nokkuð algengur. Það er ekki ólíklegt að þú þekkir áhugafólk um BDSM, hvort sem þú veist af því eða ekki.

Ég og maki minn viljum byrja að stunda BDSM. 

Heiðarleg og opinská samskipti um málið eru lykilatriði í þessum aðstæðum, bæði fyrir og eftir leik. BDSM vekur oft upp gríðarsterkar tilfinningar sem meðhöndla þarf af kostgæfni. Gefið ykkur tíma í að ræða BDSM almennt, tala um hvern leik fyrir sig, og komist að því hvaða hlutverk BDSM skal leika í sambandi ykkar.

Þar fyrir utan má nefna nokkur góð ráð sem hafa skal í huga:

  • • Gangið hægt inn um gleðinnar dyr. Talið saman, byrjið rólega. Prófið ekki meira en eitt nýtt í einu. Sé fyrir því áhugi má alltaf reyna meira seinna. Auðvelt er að ganga fram af sér sé farið of geyst af stað.
  • • Komið ykkur saman um reglur. Verið viss um hvað er ásættanlegt hverju sinni áður en leikurinn hefst. Ákveðið þessar reglur í sameiningu. Aldrei beita maka þinn pressu um að framkvæma neitt sem viðkomandi líst ekki á. Samþykki fengið með þrýstingi er ekki samþykki!
  • • Það má alltaf hætta. Þó að annar aðilinn kunni að samþykkja að láta af stjórn hefur viðkomandi samt ávallt rétt til að stöðva leikinn. Hér geta “öryggisorð” (“safeword” á ensku) komið að góðum notum. Aldrei vera smeyk við að stoppa.
  • • Kynnið ykkur leikinn. Báðir aðilar ættu alltaf að hafa kynnt sér leikinn áður en hafist er handa, sérstaklega öryggisþætti.
  • • Umfangsmikið leikfangasafn er ekki nauðsynlegt. Hægt er að stunda BDSM án sérhæfðs útbúnaðar. Reipi (6-8mm) og spaðar hentugir til flenginga fást víða.
  • • Verið með skæri við höndina við bindingar. Aldrei binda með neinu (t.d. bindum eða beltum) sem ekki má klippa í sundur. Oddlaus skæri eru til þessa hentug, þau fást í flestum apótekum.
  • • Aldrei leika undir áhrifum! Verið ávallt edrú við leik. BDSM-leikir og breytt dómgreind og/eða skynjun fara alls ekki saman.“

 

Nú er bara að skella sér í latexgallann og draga frúna á fund.

Allar frekari upplýsingar er að finna á vef félagsins: www.bdsm.is

 

Shibari