KVENNABLAÐIÐ

5 fljótlegar leiðir til að grennast – og þær VIRKA!

Janúar er sá tími sem baðvogir landsins eru undir hvað mestu álagi (búrúm-tsssjj) og má þar þakka hangikjöti, brúnuðum kartöflum og heilu stöflunum af konfekti og smákökum. Eftir tveggja vikna power-sukk hafa flestir bætt á sig kílóum sem samsvara þyngd frá litlu gæludýri til meðalstórra heimilistækja. Sykur biður þig, lesandi góður, um að örvænta ekki og nefnir hér fimm atriði sem ættu að geta stytt þér leið í að losna við kílóin.

 

giphy

1. Hættu að drekka áfengi

Nú eru jólin og áramótin búin, allir búnir að vera fullir meira og minna í allan desember. Núna er tíminn til að sleppa áfenginu. Taktu þér edrú-janúar, jafnvel febrúar… Það að hætta að drekka áfengi í smá tíma getur gefið manni gott forskot ef maður vill missa aukakílóin.

 

giphy (1)

2. Ekki borða mat eftir klukkan 21

Þetta er mikilvægt. Venjuleg manneskja er mjög líklega búin að borða nógu margar kaloríur klukkan níu á kvöldin og öllum aukakaloríum þarf þá að brenna yfir nóttina. Vegna þess að líkaminn er ekki á stöðugri hreyfingu um nóttina (nema þú farir út að skokka í svefni) þá brennir hann ekki nærri því eins miklu og yfir daginn.

 

giphy (2)

3. Drekktu meira vatn

Þetta hefurðu líklega heyrt margoft. En það er líka af því að það virkar! Þegar líkaminn þarf meiri vökva getur tilfinningin verið eins og hungur. Hversu mikið vatn? Reyndu að miða við um það bil 6-8 glös á dag.

 

giphy (3)

4. Sofðu út

Margir vita ekki að svefn hefur bein áhrif á þau hormón sem stjórna hungurtilfinningu. Þess vegna er þetta líklega léttasta megrunarráðið!

 

giphy (4)

5. Drekktu kaffi

Svo framarlega sem þú sleppir því að fá þér endalausa latte eða aðra mjólkurblandaða kaffidrykki, svo ekki sé minnst á sýrópin sem í boði eru, þá ættirðu að geta flýtt tímanum sem tekur að grenna þig. Koffín hefur nefnilega mjög góð áhrif á brennsluna, auk þess sem það gefur þér smá auka-kraft og minnkar hungurtilfinningu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!