KVENNABLAÐIÐ

9 atriði sem þú VERÐUR að vita um áhrif safakúra á líkamann áður en þú byrjar

Nú er enn og aftur mikið rætt um hluti eins og „detox“ og „hreinsun“ og „eiturefni“ og svo framvegis. Nýlega birtust fréttir þess efnis, t.d. á vef Rúv, að breskur prófessor héldi því nú fram að „detox“-iðnaðurinn væri ein stór svikamylla. En eftir hátíðarnar vilja margir breyta neysluvenjum sínum og það hratt, minnka sykur- og saltátið og byrja aftur að borða hreinan mat. Oftar en ekki kemur þá upp hugmyndin að hreinsa líkamann með einhverju sem nefnist „safakúr“.

Sykur er ekki mikið fyrir að reyna að hafa áhrif á lífsviðhorf lesenda sinna en hérna eru nokkur atriði til þess að hafa í huga áður en þú byrjar á næsta safakúr.

 

1. Safakúr er engin töfralausn frekar en nokkuð annað.

giphy-1

Mundu að það er ekki til nein töfraleið að því að öðlast heilbrigðan og hraustan líkama. Safakúr, cross-fit, föstur, grænmetisát, kraftlyftingar, útihlaup á hverjum morgni … úrræðin eru mýmörg en leiðin að heilbrigðu lífi verður að vera hugsuð til langframa. Heilbrigður lífsstíll er nákvæmlega það sem orðið segir … lífsstíll.

 

2. Safar losa þig ekki við „eiturefni úr líkamanum“

200

Lifrin þín, sem og nýru og smáþarmar hafa það verkefni að losa líkamann við eiturefni. Hér verður ekki staðhæft neitt um hver áhrif safakúrs eru á líkamann en vísindinn hníga í þá átt að telja okkur í trú um að enginn safi út af fyrir sig geti losað líkamann þinn við eiturefni. Besta leiðin til að losa sig við eiturefni er að neyta þeirra ekki.

 

3. En það bendir heldur ekkert til þess að þeir séu eitthvað skaðlegir

giphy-2

Það er samt enginn að segja að safakúr sé einhver heimsendir í sauðagæru. Bara alls ekki. Ekki skal vanmeta andleg áhrif þess að brydda upp á líkamlegum nýjungum. Ný föt geta fyllt þig sjálfstrausti þótt þau breyti augljóslega engu um það hver þú ert í grunninn. Ekkert bendir til þess að safakúr geti haft varanleg slæm áhrif á líkamann og þess vegna getur hann virkilega reynst þér vel ef þú trúir á mátt hans.

4. Safi er ekki það sama og safi. Gættu þín á sykrinum, þó hann sé æði :)

giphy-3

Ef þú ætlar á safakúr, þá er best fyrir þig að pæla aðeins í því fyrst hvers konar safa þú ætlar að vera að svolgra í þig daginn inn og út. Safi er ekki það sama og safi. Ef þú heldur að það að dæla í þig ávaxtasöfum myrkranna á milli muni hafa stórkostlega jákvæð áhrif á líf þitt og líkama, þá er það alvarleg ranghugmynd. Ávaxtasafar eru uppfullir af sykri og þú værir í raun að innbyrða stórkostlega mikið magn af sykri í stað þess að borða eðlilegan og fjölbreyttan mat. Neikvæðar birtingarmyndir sykuráts í óhófi eru næstum óteljandi margar.

 

5. Grænir safar eru heilnæmir en við þurfum líka kolvetni … annars gæti okkur farið að svima

giphy

Ef þú ætlar að vera rosa heilbrigð/ur og einblína á græna safa, þá skaltu hafa í huga að um leið ertu að missa af mikið af kolvetnum sem líkaminn þarfnast. Grænmeti er frábært og hefur mjög heilnæm og góð áhrif á líkamann. En við þurfum líka kolvetni … ef þú færð ekki nóg af þeim þá gætirðu auðveldlega fundið fyrir svima.

 

6. Eitt það versta við að borða ekki mat er samt eiginlega bara að þú finnur fyrir svengd. Gífurlegri svengd á köflum.

giphy-4

Það segir sig kannski sjálft en það að vera mjög svangur er ekki mjög þægilegt. Það er óþægilegt vegna þess að líkaminn er að reyna að segja okkur að borða. Margir djúskúrar takmarka kaloríuneyslu við 1.000 og það getur valdið því að viðkomandi finnur fyrir máttleysi og pirringi.

 

7. Svo eru ýmsar hliðarverkanir sem já, eru kannski ekkert æðislegar.enhanced-28689-1419979951-34

8. Hollustu djúsarnir eru því þeir sem eru samsettir úr fjölbreyttri fæðu, t.d. grænmeti, ávöxtum, hnetum og fl. Grænmeti er ekki nóg.

giphy-5

Margir falla í þá gryfju að grænmeti leysi allt og grænmetisdjúsar séu skothelt plan en alveg eins og forfeður okkar erum við hönnuð til þess að borða fjölbreyttan mat. Þess vegna skaltu hafa djúsana þína fjölbreytta.

 

9. Það er margt að hugsa um. En ef þú virkilega virkilega vilt byrja á safakúr til að snúa lífi þínu við … allt í góðu.

giphy-6

Það er margt verra í lífinu en duglegur safakúr. Svo lengi sem þú gengur ekki of hart að sjálfri/sjálfum þér, þá er það bara allt í fína lagi að skella sér á smá safakúr.