KVENNABLAÐIÐ

H Ú S R Á Ð: Frískaðu upp á gömlu Barbie dúkkuna með einföldum hætti!

Barbie-dúkkur sem komnar eru til ára sinna; eldri dúkkur með þéttan hárflóka sem er allt annað en skemmtilegur ásýndar og jafnvel leikhestar með sítt og mikið tagl og fax sem orðið er þreytulegt og ljótt: Allt má lagfæra með örlítilli lagni og það er engin ástæða til að stinga leikföngum upp í skáp, þegar hárið er orðið örlítið flókið. Þetta má LAGA með litlum (eða nær engum tilkostnaði) og þar með ganga dúkkurnar í endurnýjun lífdaga, bros læðast á lítil andlit og sú kostnaðarsama hugmynd að festa kaup á nýjum leikföngum verður að engu.

Þetta þarftu til að lagfæra Barbie dúkkur með slitið hár:

screenshot-www.instructables.com 2015-12-04 09-04-46

Sjampó, fljótandi handsápu eða uppþvottalög

Venjulega hárnæringu eða flækjubana í spreyformi

Fíntennta greiðu (jafnvel lúsakamb eða málmgreiðu fyrir gæludýr)

Hreint skurðarbretti, grunnan disk eða hreinan borðflöt

Sjóðandi heitt vatn (helst soðið í potti eða í hraðsuðukatli)

ATH: Allt í lagi er að úða örlitlu ilmvatni á dúkkuna þegar hárið hefur verið lagfært

screenshot-www.instructables.com 2015-12-04 09-03-12Byrjaðu á því að renna með fingrunum gegnum hárflókannn til þess að leysa úr eins mikilli flækju og hægt er. Þetta er líka ágæt leið til að hreinsa eins mikið af rusli og óhreinindum sem kunna að hafa safnast í hárinu og mögulegt er. Taktu nú fram lúsakambinn og byrjaðu að þurrkemba hárið, byrjaðu frá enda og fikraðu þig svo ofar að hárrótinni, en eins fínlega og varlega og þú getur. Það er óhjákvæmilegt að hár losni, en ef þú ferð varlega og fikrar þig rólega í átt að hárrótinni er hægt að halda hárlosi í algeru lágmarki.

Ágætt getur líka verið að úða flækjubana í hárið til að greiða enn fremur úr flækjunni á þessu stigi, eða bleyta hárið örlítið og renna hárnæringu yfir meðan þú kembir hárflókann. Þolinmæði er lykilatriði, það tekur tíma að kemba gegnum flókann en árangurinn lætur ekki á sér standa á endanum.

Nú skaltu sjóða vatnið í hraðsuðukatlinum eða í potti á eldavélinni. Vatnið ætti að vera rjúkandi heitt eða nær sjóðandi, en ekki alveg við suðumark. Gerðu samt sem áður örskamma prófun, því ef hárið fer að krullast upp í vatninu, þarftu að kæla það örlítið niður áður en þú setur allan hárflókann ofan í vatnið.

screenshot-www.instructables.com 2015-12-04 09-00-06Leggðu nú dúkkuna ofan á diskinn / skálina / djúpa diskinn / baðvaskinn eða hvað sem hentar best og láttu vatnið renna yfir hárið. Gættu þess að brenna ekki fingur og handabak! Greiddu nú vandlega gegnum hárið með lúsakambinum / fíntenntu stálgreiðunni, þegar þú hefur skolað hárið á dúkkunni með sjampóinu. Fylgdu almennum leiðbeiningum eins og þegar hár er þvegið; fyrst sjampó, svo hárnæring og greiddu svo hárið ofan í sjóðheitu vatninu meðan þú skolar.

Verið getur að sveipir hafi myndast í dúkkuhárinu og sérstaklega ef dúkkan hefur verið með tagl í hárinu. Hér kemur flati diskurinn eða hreini borðflöturinn að góðum notum; þegar hárið hefur verið kembt hæfilega er þá hægt að byrja við hnakkarótina og lagskipta hárinu, greiða örlítið í einu niður á bak og vinna sig svo upp á hvirfilinn til þess eins að leggja dúkkuna að lokum á bakið og láta hárið þorna þannig.

Sé þessum leiðbeiningum fylgt verður dúkkan eins og ný aftur og engin þörf verður á að kaupa nýja dúkku, né stinga þeirri gömlu í geymslu!

ATH: Gleymdu ekki að taka FYRIR og EFTIR myndir!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!