KVENNABLAÐIÐ

Unaðslegir súkkulaðibitar með WHISKEY-sykri og flöguSALTI

Þetta er þess virði að prófa að búa til…Þessir bitar eru geggjaðir…og whiskey-sykurinn sem af gengur geymist í loftþéttu íláti og er góður út á ís og yfir kökur…og í heitu drykkina!

Whiskey sykur:

1 vanillu stöng klofin
200g demerara sykur (grófur ljósbrúnn sykur)
2 mtsk whiskey

Demerera sykur
Demerera sykur

Súkkulaðibræðingurinn (fudge)

600g fínn strásykur
200g smjör
2 mtsk ljóst sýróp
200ml rjómi
100g syktað kakó
3 mtsk whisky
¾ tsk gróft flögusalt

AÐFERÐ:

Stillið ofninn á lágan hita. Skafið innan á vanillustönginni í skál. Setjið sykurinn samanvið og blandið vel saman við vanilluna með fingrunum.

Stráið sykrinum á plötu sem er klædd með bökunarpappír og drussið whisky-inu yfir. Blandið öllu saman með gaffli og dreifið vel um plötuna. Látið þorna í ofninum yfir nótt á lægsta hita með ofnhurðina aðeins opna.

Þegar sykurinn hefur þornað er hann komin í klumpa en auðvelt er að mylja hann aftur.

Súkkulaðibræðingur:

Settu bökunarpappír í ferkantað form og klæðið það með bökunarpappír og látið pappírinn slúta yfir barma formsins því þá er auðveldara að ná súkkulaðinu upp.

Setjið sykur, smjör, sýróp, rjóma í skaftpott og setjið á miðlungs hita (þegar þetta sýður bullar í þessu, varist að brenna ykkur) látið bráðna þar til sykurinn hefur að fullu bráðnað. Hækkið hitann þar till hann mælist 116 C með mæli, takið þá pottinn af hitanum og látið standa í 10 mínútur.

Hrærið kakóinu og whiskey-inu saman við, það þarf að gera rösklega því það er smá mál á að koma þessu saman. Vökvin ætti að þykkna og verða áþekk karamellu.

Hellið þessu í mót og dreifið whiskysykrinum og sjávarsaltinu yfir. Látið kólna og skerið síðan í litla ferhyrninga meðan að þetta er enn ekki fyllilega harðnað en takið ekki strax úr forminu.

Látið harðna í 4 tíma og skerið síðan ferningana alveg í gegn og raðið í loftþétt ílát.

Ljósmynd HAARALA HAMILTON

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!