KVENNABLAÐIÐ

Þráir ekkert heitar en að líta út eins og teiknimyndapersóna

Lét fjarlægja sex rifbein og hefur eytt um 16 milljónum króna í lýtaaðgerðir: Pixee Fox virðist við fyrstu sýn ekki mannleg. Hin 25 ára fyrirsæta var eitt sinn ofur venjuleg stúlka en varð heltekin af því að líta út eins og Barbie eða Jessica Rabbit. Fyrrverandi kærasti hvatti hana til að fara í brjóstastækkun og þá varð ekki aftur snúið.

 

Minnsta mitti í heimi?

Minnsta mitti í heimi?

 

Mittismálið um 36 cm

Þó óhugnanlegt megi virðast lét fyrirsætan fjarlægja sex rifbein, þrjú hvoru megin. Hún segir hlakkandi: „Fólk á það til að nálgast mig og segja hikandi: „Ekki taka þessu illa, en þú lítur út eins og teiknimyndapersóna! Ég tek þessu aldrei illa og finnst það frekar vera hrós en hitt,“ segir Pixee sem er upprunalega frá Svíþjóð en býr nú í Norður-Karólínuríki í Bandaríkjunum. „Teiknimyndapersónur hafa þessar ýktu, kvenlegu línur og að fjarlægja rifbeinin var einungis þáttur í að fullkomna „lúkkið.““

 

jess7 crop

 

Pixiee undirgekkst fimm klukkustunda skurðaðgerð með  það að markmiði að fjarlægja þessi rifbein. Oftast er aðgerðin gerð til að bæta heilsu fólks af einhverjum ástæðum en einnig hafa þær verið gerðar í fegrunarskyni. „Það var næstum ómögulegt að finna lýtalækni sem vildi gera aðgerðina,“ segir Pixee, en Dr. Barry Eppley ákvað að fara að vilja hennar. „Það hefur alltaf verið draumur mnn að fjarlægja neðri rifbeinin,“ segir hún. „Ég er fegin því að læknar fóru loksins að taka mig alvarlega. Þeir sáu loksins að ég var ekki „klikkuð“ og ég veit upp á hár hvað ég er að gera.“ Tveim dögum eftir aðgerð fór hún aftur í korselettið sitt, en rifbeinin höfðu verið henni til trafala. „Nú get ég verið í þröngu korseletti án sársauka. Ég mun eflaust fara í Heimsmetabókina fyrir að vera með minnsta mitti í heimi.“ Núverandi methafi er Cathie Jung sem er með mitti sem mælist 38 cm í ummál.

jess5 crop

 

Stundar líkamsrækt af kappi

Fyrirsætan stundar líkamsrækt af alefli – í um fjóra til fimm klukkustundir á dag. Mittið gerir henni þó ekki kleift að borða máltíðir, þannig hún nærist á grænmeti, ávöxtum og hnetum sem hún blandar í þeytara og tekur hún einnig vítamín til að halda sér gangandi. Þó er líkamlegt álag mikið sem fylgir því að hafa ekki þessi sex rifbein. Innyfli hennar hafa ekki lengur þá eðlilegu vörn sem þau ættu að hafa. Pixee hefur þó engar áhyggjur þar sem hún er í korselettinu sínu alla daga og allar nætur.

jess1 crop

 

Lífið í Svíþjóð og aðgerðirnar

Pixee ólst upp í úthverfi Stokkhólms þar sem hún segir að félagslegt umhverfi hafi verið frekar ömurlegt og hafi engan veginn hvatt fólk til að hefja sig upp yfir fjöldann: „Mér leið ömurlega. Ég var strákastelpa. Ég hafði áhyggjur af nefinu á mér. Ég hitti enga stráka og ég var mjög viðkvæm.“

Síðar eignaðist hún þó kærasta sem  vildi svo að hún færi í lýtaaðgerð til að stækka brjóst hennar frá A yfir í C skál. Þegar þau hættu saman fór lýtaaðgerðafíknin af stað.

Í dag hefur hún farið í fjórar nefaðgerðir og fjórar brjóstaaðgerðir. Hún er nú í J-skál í brjóstahaldara. Einnig hefur hún farið í augnlokaaðgerð, tvisvar í fitusog, fengið sér fyllingarefni í varir, Botox fær hún sér reglulega og hefur hún látið laga rass og kynfærin.

 

jess3 crop

 

Af ellefu aðgerðum hefur hún greitt fyrir sjálf en hinar eru greiddar af aðdáendum hennar sem hafa safnað fyrir fleiri aðgerðum, því þeir segja á samskiptamiðlum að hún sé „sönn fyrirmynd.“

Ánægð með sjálfa sig og lífið

Pixee segir að hún sé ekki að hvetja fólk til að fara í lýtaaðgerðir þó hún hafi sjálf gert  það: „Fólk hefur rétt á sínum eigin skoðunum varðandi sig sjálft og hvernig það lítur út.“ Segir hún jafnframt að fólk hrósi henni fyrir að fara „alla leið“ í því sem hún kallar sjálf „bimbo life.“

 

jess6 crop

Fyrir aðgerðirnar

Pixee er engan veginn hætt að fara í aðgerðir. Árið 2016 stefnir hún á að fara í aðgerðir á rassi og mjöðmum, augnháraígræðslu og aðgerð sem miðar að því að fjarlægja fitu í andlitinu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!