KVENNABLAÐIÐ

MAGNAÐ – Spikfeitur froskur bjargar drukknandi rottu í ótrúlegri atburðarás

Dauðvona rottur og hugrakkir, spikfeitir froskar er ekki beinlínis sú mynd sem svífur fyrir hugskotum þegar krúttleg og væmin vinátta í dýraríkinu ber á góma. En vinátta og kærleikur getur hreint út sagt tekið á sig magnaðar og ótrúlegar myndir.

Þannig er sagan af dauðvona, drukknandi rottu sem bar fyrir augu Azam Husain, indversks ljósmyndara sem starfar fyrir Barcroft Media India alveg hreint ótrúlega mögnuð. Azam var á göngu meðfram árbakka þegar hann rak augun skyndilega í örsmáa rotttu sem barðist fyrir lífi sínu úti í miðri ánni og hélt dauðahaldi í sprek og rusl sem flaut á yfirborðinu.

Azam, sem rétt náði að eygja rottuna í miðri ánni, greip ljósmyndavélina en ætlaði varla að trúa augum sínum þegar hann sá hvað gerðist næst.

Spikfeitur og bústinn froskur svamlaði upp að rottunni í miðri ánni, stakk sér til kafs og kom aftur upp á yfirborðið – með rottuna á bakinu … 

rat-in-trouble-finds-an-unlikely-ally-in-a-fat-toad__605

… rottan áttaði sig strax á því hvað var að gerast, klifraði upp hnúðótt bak frosksins og greip heljartaki í bjargvættinn ….

rat-in-trouble-finds-an-unlikely-ally-in-a-fat-toad-2__605

… rétt eins og um skipulagða björgunaraðgerð væri að ræða!

rat-in-trouble-finds-an-unlikely-ally-in-a-fat-toad-3__605

Þannig stakk froskurinn sér til sunds, eftir að hafa synt undir drukknandi rottuna, sem greip dauðahaldi í bak bjargvættarins og svamlaði upp að bakkanum, þar sem rottan stökk af baki frosksins og hljóp inn í grasrjóður.

Þar með lauk ævintýrinu og froskurinn sneri aftur til sinna eigin verka í gruggugri ánni, en Azam, sem forviða smellti af ljósmyndunum, náði því miður ekki að smella af þegar froskurinn náði landi og færði rottuna í skjól.

Þó er skemmtilegt að greina frá því að rottur og froskar eiga enga samleið í náttúrunni og tegundirnar tvær eru fremur taldar vinna móti gegn hverri annarri en hitt. Ljósmyndirnar sem sjá má hér birtust upprunalega á breska miðlinum MIRROR, en sjálfur sagði Azam í viðtali við blaðamann að hann hefði staðið sem heillaður og fylgst með ævintýrinu: 

Ég stóð bara sem heillaður og horfði á. Það var engu líkara en að dýrin tvö væru að ræða saman á tungumáli sem enginn skildi nema froskurinn og rottan; rétt eins og þau væru vinir. Svo skildu leiðir þegar upp á bakkann var komið og hver hélt sína leið. Þetta gerðist allt svo hratt. Ég rétt náði að rífa upp myndavélina og svo var allt yfirstaðið.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!