KVENNABLAÐIÐ

B E I K O N: Loks er komið STEFNUMÓTAAPP fyrir ástríðufulla BEIKONELSKENDUR

Loks er komið stefnumótaapp á markað. Fyrir beikonaðdáendur. Þetta er ekki gabb og appið er 100% löglegt í þokkabót, en nú er hægt að leita að sálufélaga í nafni almáttugs beikons.

Appið heitir Sizzl og biður notendur að svara örfáum spurningum áður en hafist er handa við að finna vænlega notendur sem komið geta til greina, en meðal þeirra spurninga sem notendur svara eru: „Hvernig viltu hafa beikonið þitt framreitt?”, og: „Þú ert á stefnumóti og það er ein beikonsneið eftir. Hvað gerir þú?”

screenshot-www.buzzfeed.com 2015-09-20 20-05-16

Þú færð loks niðurstöðu í hendur; hvers kyns beikonaðdáandi þú ert og í framhaldinu getur þú hafið leika; þá ljúfu þraut að hafa uppi á sálufélaga sem er jafn ástfangin/n af beikoni og þú.

enhanced-20954-1442513210-2

Appið er ekki ólíkt Tinder, en með reyktu ívafi. Þú sérð notendur sem hafa sama smekk á beikoni og þú og í einhverjum tilfellum fylgir hnyttin lína með prófílnum.

enhanced-29604-1442513289-1

Þér er að sjálfsögðu frjálst að segja einfaldlega NEI TAKK og halda leitinni áfram, eða smella á beikonsneiðina og gefa kost á nánari kynnum. Rétt eins og á Tinder, er ekki hægt að hefja samtal við annan notenda nema báðir lýsi yfir áhuga – en eflaust skiptast margir beikonaðdáendur á uppskriftum og ef allt fer á besta veg … reiðið þið örugglega beikon á borð fyrir hvort annað áður en langt um líður:

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!