KVENNABLAÐIÐ

Magnað húðflúr ungrar stúlku: „Ég hef það fínt! Hjálpaðu mér!“

Fegurstu flúrin eru oftlega þau persónulegu líkamslistaverk sem fela í sér dýpri merkingu, en þá eru ótalin önnur sem endurspegla sálarlífið og sýna með berum augum hvað býr oftlega að baki björtu brosi.

Það er ástæða þess að ljósmyndin sem sjá má hér að neðan hefur farið stórum á Facebook undanfarna daga, en hér má sjá húðflúr tvítugrar stúlku sem er með myndarlega áletrun á framanverðu vinstra lærinu.

11889539_10207864868406352_3934602718828802852_n

Stúlkan, sem er bandarískur háskólanemi, heitir Bekah Miles en þó húðflúrið virðist stafa orðin I’M FINE, sem gæti útlagst sem: ÉG HEF ÞAÐ FÍNT, þegar beint á orðin er litið, blasir hjálparákall við þegar lesandinn stendur yfir stúlkunni og gægist yfir öxl hennar. Það er þá og ekki fyrr, sem orðin HELP ME eða HJÁLPAÐU MÉR blasa við, vanmáttugt ákall sem lýsir í hnotskurn líðan margra sem glíma við þunglyndi og kvíða í leynum, en bera höfuðið hátt í fjölmenni.

Bekah Miles er tvítugur háskólanemi og deildi myndinni á Facebook

enhanced-4876-1440978417-6

Þunglyndi og kvíði eru samofnar geðraskanir og hrjáir milljónir einstaklinga um allan heim, en röskunin getur reynst banvæn ef ekkert er að gert. Oftar en ekki er erfitt að greina vanlíðan ástvina og þannig vissu til að mynda örfáir í nærumhverfi hinnar tvítugu Bekah að hún væri að glíma við vanlíðan fyrr en hún valdi að húðflúra þróttmikið ákallið á framanverðan fótlegginn.

 Myndbirtingin hefur vakið ómælda athygli á Facebook: 

screenshot-www.buzzfeed.com 2015-09-01 13-25-23

Sjálf segir Bekah að erfitt hafi verið fyrir hana að taka þá ákvörðun að deila ljósmyndinni með vinum sínum, en þó hafi hugrekkið haft yfirhöndina að lokum og þess iðrist hún ekki í dag:

Þessi umræða er ein erfiðasta áskorun sem ég stend frammi fyrir í dag, því mér finnst virkilega erfitt að vera berskjölduð. En við verðum að ræða afleiðingar þunglyndis. – Þessi orð ritaði Bekah á Facebook þegar hún deildi myndinni af flúrinu.“

Þess vegna fékk ég mér húðflúrið, til að brjóta ísinn. Þetta þvingar mig til að ræða eigin líðan og líka hvers vegna skilningur á þunglyndi er mikilvægur. Ef þú bara vissir hversu margir sem ÞÚ þekkir glíma við kvíða, þunglyndi og skyldar geðraskanir yrðir þú undrandi.“

Einlæg og beinskeytt nálgun Bekah í þeirri von að vekja athygli á þörf fyrir aukna vitund á stöðu þeirra sem glíma við þunglyndi hefur hlotið mikið lof og þá sérstaklega ÉG HEF ÞAÐ FÍNT / HJÁLPAÐU MÉR sjónverfingin sem fólgin er í letrinu.

Í mínum augum merkja orðin að öðrum sýnist einstaklingurinn í ágætu jafnvægi meðan viðkomandi er í raun mjög langt niðri. Þetta minnir mig líka á þá staðreynd að fólk virðist oft vera hamingjusamt en er í raun að glíma við mikla vanlíðan undir niðri.”

/ Buzzfeed

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!